09.06.2012 Prinsessur til sölu
Lukka og Brella eru að leita sér að heimili
Lukka er með grænu ólina og heitir Winnow Once Upon A Time í ættbók og er yndisleg hún er mjög róleg og auðveldur hvolpur en finnst auðvitað gaman að leika líka eins og öllum hvolpum. Hún ætti að henta bæði byrjendum og reyndum hundaeigendum.
Brella er með bláa ól og heitir Winnow Snow White í ættbók, hún er rosalega skemmtilegur hvolpur og rosalega fljót að læra, gefur gott augnsamband og er bara að bíða eftir næstu skipun. Hún kom vel út á vinnuprófi.
Við eigum líka einn rakka eftir sem við erum að leita eftir meðeiganda að. Hann þarf að fara á heimili þar sem fólk hefur mikinn áhuga á feldhirðu og sýningum!
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
03.06.12 Sýningar fréttir
Polar var besti hundur tegundar og fékk meistara stig nr 2 þannig að honum vantar bara eitt í viðbót til að verða meistari.
Theodóra Róbertsdóttir sýndi hann fyrir okkur og þau voru bæði einstaklega glæsileg í hringnum.
Takk fyrir hjálpina Theodóra.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
24.02.2012 Hvolpafréttir
Í gær fæddust 7 hvolpar undan Dímu og Polar.
5 tíkur og 2 rakkar, öll eru aprikósu nema annar rakkinn sem er hvítur.
Öllum heilsast vel og eru að þyngjast.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira um hvolpana okkar endilega hafðu samband
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
20.11.2011 Sýningar fréttir
Við áttum frábæra helgi.
BOB var ISCH Huffish Put The Blame On Me hún fékk sitt þriðja CACIB
BOS var Lapponia's Polar og fékk hann sitt fyrsta M.stig og CACIB.
Svo sýndum við Winnow Showdown eða Valíant, hann er úr sumargotinu okkar og hann gerði sér lítið fyrir og varð 4 besti hvolpur laugardagsins.
Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Hérna erum við saman með dómaranum Stelios Makaritus.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
29.08.2011 Nýr Meistari !!
Vaka og Jói mættu á Ágúst sýningu HRFÍ.
Þau stóðu sig vægast sagt vel.
Vaka varð besti hundur tegundar með fjórða meistarastigið sitt og annað CACIB-ið sitt og varð þar með Íslenskur meistari !!!
Dómari var Carlos Renau sem er Poodle sérfræðingur.
Þetta var í fyrsta sinn sem Jói sýnir Poodle en alls ekki það síðasta, hann stóð sig mjög vel og Vaka hagar sér mun betur hjá honum en mér þannig að héðan í frá verða þau saman í hringnum :)
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
08.08.2011 1 hvolpur ennþá að leita sér að heimili
Frekari upplýsingar hér
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
03.08.2011 Nýr meistari
Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrsta Winnow meistarann..
CanCh Winnow Happy Go Lucky at Arreau.
Quincy kláraði titilinn sinn með því að verða BOS og Best of Winners í Kanada í dag.
02.08.2011 Hvolpafréttir
Hvolparnir 7 vikna í dag :)
Við eigum 3 hvolpa eftir ólofaða tvo rakka og eina tík.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
21.06.2011 Hvolparnir 1.vikna
Núna eru hvolparnir orðnir eins vikna og allir hafa það rosa gott.
Við erum ennþá með tvo rakka sem eru á lausu.
Ef þú hefur áhuga á að eignast Winnow Standard Poodle endilega hafðu samband
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
14.06.2011 Hvolparnir eru mættir á svæðið.
Díma er búin að gjóta 6 flottum svörtum hvolpum. 5 strákum og einni stelpu.
Allir eru hressir og líta vel út gotið gékk eins og í sögu.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
14.06.2011 Ekki langt eftir.
Hérna er Díma á degi 56, allt á fullu þarna inni.
Í dag er Díma á degi 60 miðað við fyrstu pörun, þannig að núna er bara að bíða og bíða.
Ég mun sitja inn tilkynningu um leið og þeir eru fæddir.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
21.05.2011 Hvolpafréttir.
Jæja þá get ég loksins staðfest að við eigum von á hvolpum undan Dímu og Charly.
Hvolparnir eru væntanlegir í kringum 17.júní.
Ef þú hefur áhuga á hvolpi undan Dímu og Charly getur þú haft samband hér
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
26.03.2011 - Charly BISS
Við getum ekki sagt annað en að helginn okkar hafi verið góð, Charly tók þátt í sérsýningu Papillon og Phaléne deildarinnar og endaði sem besti hundur sýningar !!!
Askur sonur Charly's og Dímu fékk meistarastig nr 2 og við óskum Hönnu og Gumma innilega til hamingju með það.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
26.03.2011 Snædis er orðinn Íslenskur meistari
Í dag fékk Snædís síðasta meistarastigð sitt og er því orðinn Íslenskur meistari.
Snædís varð tveggjar ára í desember og er þetta hennar önnur sýning eftir afmælið.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
28.02.2011 sýningar fréttir
Við gætum ekki verið ánægðari með árangurinn okkar í gær.
Charly varð besti hundur tegundar og fékk sitt 5 CACIB Vaka varð svo annar besti hundur tegundar og fékk sitt fyrsta CACIB og þriðja m.stig
Það sem við erum þó mest ánægð með er að Askur litli lukku strákurinn okkar varð annar besti rakki á eftir pabba sínum og hirti m.stigið.
Til hamingju Hanna og Gummi.
Polar varð svo þriðji rakki með meistara efni Dómarinn Birgit Seloy var mjög ánægð með þau öll og sagði að þetta væru gullfallegir hundar.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
06.02.2011 Sýninga fréttir
Winnow Happy Go Lucky at Arreau "Quincy"
fór á Wildwood Kennel Club Sýninguna og var Winners dog og fékk 2 stig.
Hann er því komin með 7 stig af 10.
Dómari: Marilyn O’Neill, Canada.
Sýnandi: Chrystal Murray.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
28.01.2011 Charly Alþjóðlegur meistari !!
Vorum að fá staðfestingu frá FCI um að Charly er núna C.I.B ISCH LuxJCh Curonian Spit Backroad Adventure
Charly er búin að vera hjá okkur núna í 2 ár á þessum tveimur árum hefur Charly farið á 5 sýningar, alltaf verið besti hundur tegundar og tvisvar fengið sæti í grúppu 9.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
21.01.2011 Sýningar fréttir
Winnow Happy Go Lucky at Arreau "Quincy"
fór á Elgin county kennel club sýninguna á föstudag og varð besti hvolpur tegundar og best of winners.
Hann er núna kominn með 5 stig. Þannig að það vantar bara 5 í viðbót til að hann getir orðið meistari.
Dómari: Ramon Podesta, Chile.
Hérna er video af Quincy í hringnum hann er með Jennifer Carr í bláu dragtinni.
Sýnandinn hans Quincy er Chrystal Murray.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
29.12.2010 Sýningar fréttir
Winnow Happy Go Lucky at Arreau "Quincy" fór á Elora Gorge hundasýninguna sem var haldinn 27-29. des. Hann varð annar besti rakkinn 28.des og annars besti hundur tegunar(BOS) 29.des. Dómari 29.des var William Rodriguez.
Til að verða meistari í Kanada þarf að hann að fá 10 stig og vinna eitt major. Núna er hann kominn með 2 stig og major.
Næsta sýning hjá Quincy er miðjan Janúar.
Hérna eru video frá sýningunum
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
20.11.2010 Sýningar fréttir
Við áttum mjög góðan dag í dag.
Charly BOB og síðasta CACIB-ið sitt.
Vaka BOS og fékk íslenskt meistarastig
Polar Besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun.
Askur fékk Excellent og Kolur Very Good og góða dóma en þeim vantar bara meiri þroska.
Við erum í skýjunum með nýja alþjólega meistarann okkar.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
18.11.2010
Nú styttist óðfluga í næstu sýningu.
Mig langaði að koma á framfæri hverjar það eru sem láta hundana okkar líta svona vel út.
Það eru snillingarnir í Dekurdýrum, þær Sóley, Ásta María, Ásdís og Birna sem gjörsamlega dekra við dýrinn þar.
Þannig að ef þú átt hund, kött eða annað Dekurdýr þá mæli ég með því að kíkja til þeirra.
Polar, Vaka, Charly, Snædís, Erik poodle og Ceres Schafer eru öll snyrt í Dekurdýrum fyrir næstu sýningu.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
13.11.2010 Augnskoðun
Díma, Charly og Snædís fóru í augnskoðun í dag og þau eru öll frí af öllum sjúdkómum.
Þetta er í þriðja sinn sem Charly fer í augnskoðun, annað skiptið hennar Dímu og fyrsta skiptið sem Snædís fer í skoðun.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
21.10.2010
Aðeins 1 mánuður í síðustu sýningu ársins.
Þetta verður spennandi sýning því Charly vantar bara 1 CACIB til að verða alþjóðlegur meistari og þetta er einnig fyrsta sýninginn sem Vaka á möguleika á að fá CACIB.
Þetta er einnig fyrsta sýningin hans Polars en hann verður sýndur í hvolpaflokki.
Svo mæta lukku-strákarnir Kolur og Askur.
Ég sýni einnig Snædísi í opnum flokki.
Núna er Polar búin að vera í einn mánuð á íslandi.
Hann er byrjaður á hvolpanámskeiði hjá Hundalíf og er bara algjör prins.
Polar býr ekki hjá okkur, hann var svo heppinn að fá að búa hjá Danna og Svavari sem hugsa endalaust vel um hann.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
21.10.2010 Hvolpa fréttir
Við höfum ákveðið að para aftur Dímu og Charly.
Hvolparnir eru væntanlegir vor/sumar 2011
Við búumst við því að það verði bara svartir hvolpar í þessu goti.
Þetta verður síðasta gotið hennar Dímu.
Hvolparnir úr fyrra gotinu eru núna að verða 9 mánaða og hefur gengið rosalega vel með þá. Allir hraustir og fínir.
Ef þú hefur áhuga á að eignast Standard Poodle endilega hafðu samband
Hérna getur þú líka séð fullt af myndböndum af Quincy sem er undan Dímu og Charly en hann býr í kanada.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
09.09.2010 - 1 árs Toy Poodle í heimilisleit !
Erik er að leita sér að heimili, hann mun búa hjá okkur á meðan hann er að finna gott heimili. Hann er með ættbók frá HRFÍ, húshreinn, vanur hundum og kisum og hefur farið tvisvar á sýningar HRFÍ með góðum árangri.
Foreldrar hans eru AMCH ISCH Veroette Someone to Bragabout og Zamora's Time For Love, þau eru bæði innflutt frá bandaríkjunum.
Ef þú hefur áhuga endilega hafðu samband við mig.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
28.08.2010 - Sýningar fréttir
Charly varð besti hundur tegundar og fékk 3 CACIBið sitt. Hann endaði svo í þriðja sæti í grúppu.
Vaka fékk Excellent og frábæra dóma en þarf að haga sér aðeins betur í hringnum.
Bæði Askur og Kolur fengu heiðursverðlaun í hvolpaflokki.
Kolur besti hvolpur tegundar.
Snædís fékk very good.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
24.08.2010
Draumurinn er orðinn að veruleika, Það er komin hvítur prins til landsins. Polar er nú í Hrísey í góðu yfirlæti á Hvatastöðum. Hann mun losna 23.09.
Við fórum til Finnlands að sækja hann og ferðin okkar hefði ekki getað verið betri, þökk sé Virpi ræktanda hans Polars.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
09.08.2010
Hvolparnir eru 6 mánaða í dag og stækka hratt.
Það gengur rosalega vel með þá alla. Skuggi, Kolur og Fróði voru að klára hvolpaskólann sinn um daginn og fékk Skuggi gullverðlauninn.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
31.07.2010
Búin að skrá Vöku, Charly og 3 hvolpa á ágúst sýninuna. Snædís Bichon mætir líka.
Ég mun einnig sýna Sprett Basset Fauve de Bretagne og Eik Rhodesian Ridgeback.
10.06.2010
Vorum að fá niðurstöðunar úr NE prófinu hennar Dímu frá OFA.
Hún er Clear, semsagt ekki beri. Það þýðir að allir hvolparnir okkar eru Clear líka.
06.06.2010
Vaka varð best hundur tegundar í dag á sumarsýningu HRFI og fékk fyrsta meistarastigið sitt.
Snædís Bichon Frise varð annars besti hundur tegundar og fékk sitt annað meistarastig.
26.05.2010
Polar er komin með sína eigin síðu.
Hann er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn og mun vonandi koma til með að gera góða hluti hérna á klakanum. Hann kemur frá Lapponia's
ræktun í Finnlandi.
16.05.2010
Vorum að fá niðurstöður fyrir Vöku og Charly úr NE prófinu og þau eru bæði Clear sem þýðir að þau eru ekki berar fyrir NE.
Er að bíða eftir prófinu hennar Dímu, niðurstöðunar úr því koma væntanlega eftir ca. 4 vikur
Snædís fór líka í hnéskeljaskoðun og hún er 0/0 semsagt ekki með los
10.05.2010
18.04.2010
Ég var að bæta við nýjum hundi undir "hundarnir" þetta er hún Snædís, Bichon Frise. Stefanía systir mín á hana. Ég hef verið að sýna Snædísi fyrir hana og þar sem hún er ekki með sína eigin síðu þá ákvað ég að skella inn smá upplýsingum um hana hingað inn.
16.04.2010
Hvolparnir okkar voru í Íslandi í Dag þann 16.04.2010 þar sem verið var að fjalla um skapgerðarmatið sem þeir fóru í.
Hérna er fréttinn.
Og hérna er heimasíðan hjá Töfralausnum sem gerðu prófið.
12.04.2010
Allir hvolparnir komnir með frábær heimili.
Ég pantaði í dag DNA próf á Vöku og Charly til að athuga hvort þau séu frí eða berar fyrir NE sem er heilasjúkdómur í Poodle hundum.
Markmiðið er að para ekki tvo bera saman því þá getur þú fengið veika hvolpa.
Hægt er að lesa sér frekar um NE hérna
31.03.2010
Hvolparnir fóru í skapgerðarmat í dag og allir fengu mjög góðar niðurstöður.
Blár og Fjólublár eru ennþá á lausu og Gulur hugsanlega en hann er frátekinn í augnablikinu.
Blár hentar flestum fjölskyldum bæði með og án barna.
Fjólublár er mjög sjálfstæður gutti og þarf eiganda með reynslu.
08.03.2010
Ég setti inn nýjar einstaklingsmyndir af hvolpunum og bætti svo einnig við myndum af foreldrum hans Charly's. Einnig bætti ég við link á heimasíðuna hjá eiganda hans Avery sem er pabbi hans Charly's
Demonic ræktun ég er líka búin að bæta við heimasíðunni hjá ræktandanum hans Charly's Curonian Spit ræktun
28.02.2010
Vaka og Charly fóru á sýningu í dag. Charly vann tegundina og fékk íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
Hann er núna orðinn Íslenskur Meistari.
Vaka keppti í hvolpaflokki 6-9 mánaða hún var besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun og endaði svo annars besti hvolpur sýningar.
Glæsilegur dagur hjá okkur.
09.02.10
Hvolparnir eru komnir 6 svartir strákar.
21.01.2010
Vaka er komin heim eftir langar 4 vikur í einangrun. Það var hugsað mjög vel um hana í Hrísey og hún var kát og glöð þegar við fengum hana í hendurnar í morgun.
Díma er núna genginn 6.vikur þannig að það eru 3.vikur í að hvolparnir komi í heiminn. Hún er orðinn frekar sver og það verður spennandi að sjá hvað það leynast margir hvolpar í bumbunni hennar.
21.12.2009
Vaka er mætt á klakann en mun ekki losna úr einangrun fyrr en 21.janúar 2010.
Við bíðum öll spennt eftir að fá hana heim.
27.11.2009
Díma er byrjuð að lóða og ef allt fer vel þá verða væntanlegir hvolpar undan henni og Charly í byrjun Febrúar 2010
14.09.2009
Nýjasta viðbótinn við ört stækkandi Poodle fjölskylduna okkar hún Vaka er kominn með sína eigin síðu undir "Hundarnir" endilega kíkið á þessa sætu dömu. Hún er væntanleg til Íslands í lok desember.
02.09.2009
Við fengum ræktunarnafnið okkar samþykkt í dag og nafnið sem við völdum er Winnow!
Winnow þýðir að skilja hismið frá kjarnanum.
17.07.2009
Charly lauk grunn hlýðni með 9.5 í loka einkunn.
29.06.2009
Díma og Charly mættu á sumarsýningu HRFI síðustu helgi og vann Charly sýna tegund. Díma fékk excellent sem er alveg brilljant enda er hún í litlum feld og hefur ekki mætt á sýningu síðan í okt í fyrra. Þannig að þetta er allt að koma hjá okkur.
Charly vantar núna bara eitt stig í viðbót til að verða íslenskur meistari.
12.06.2009
Við fengum Mjaðmamynda niðurstöðunar hennar Dímu í dag, hún er með A/A mjaðmir. Gætum ekki verið ánægðari enda gerist það ekki betra. Þá eru báðir hundarnir okkar með A mjaðmir
11.05.2009
Hann Charly okkar er tveggja ára í dag :) Hann fær alveg heilan helling af kossum og auðvitað eitthvað gott að borða í kvöld.
09.05.2009
Díma og Charly fór í augnskoðun í dag og eru bæði frí af öllum augnsjúkdómum. Díma mun svo fara í mjaðmamyndatöku á þriðjudaginn, fáum væntanlega niðurstöður í Júní/Júlí
21.04.2009
Díma og Charly eru að byrja á hlýðninámskeiði í næstu viku, Díma fer í Hlýðni I og Charly fer á grunnnámskeið.
30.03.2009
Á aðalfundi Smáhundadeildarinnar sem var haldinn 30.mars var ég kosinn nýi tengiliðurinn fyrir Poodle(allar stærðir).
Þannig að ef þig vantar upplýsingar um Poodle eða got, endilega hafðu samband í síma 8664747.
Ég sit líka í stjórn Smáhundadeildarinnar.
23.03.2009
Það gékk mjög vel í Garðheimum í helgina en Charly var orðinn smá þreyttur eftir að hafa verið uppi á borði í 5 tíma báða dagana.
Ég er líka búin að bæta við nokkrum Youtube myndböndum af Dímu og Charly í Linkar og undir hundarnir.
17.03.2009
Næstu helgi verðum við í Garðheimum að kynna tegundina okkar. Milli 12-17 laugardag og sunnudag.
14.04.2009
Ég er búin að panta augnskoðun fyrir Charly og Dímu í byrjun Maí og ef Díma er með hrein augu þá verður hún mjaðmamynduð eftir það.
28.02.2008
Charly fór á fyrstu sýninguna sína hérna á Íslandi hann fékk excellent, íslenskst og alþjóðlegt meistarstig og var besti hundur tegundar og endaði í 4.sæti í grúppu 9. Við erum mjög ánægð með hvernig honum gékk. Núna erum við bara að bíða eftir næstu sýningu sem er í lok Júní. Díma verður svo vonandi kominn með nægan feld til að mæta á Ágúst sýninguna.
Þetta er umsögninn sem Charly fékk:
Very stylish, 22 m old ex breed type, beautiful condition, correct head, correct expression, well set ears, correct length of neck, proper shoulders. Typical coat texture, excellent head carriage.